Við bjóðum ykkur í meðgöngujóga!

Námskeiðin okkar hefjast þann 24. október og við getum ekki beðið! En á meðan við bíðum ætlum við að bjóða upp á staka meðgöngujógatíma, ókeypis fyrir allar sem vilja koma, þú getur komið í einn tíma eða alla. Eina sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á info@yogaljos.is og láta vita í hvaða tíma þú vilt koma, allar velkomnar á meðan húsrúm leyfir. Nú er allt að verða tilbúið til að taka á móti ykkur í yndislega húsnæði Fæðingarheimilis Reykjavíkur.

Allir tímarnir eru kl. 17-18.15

  • Mánudagur 26/9
  • Fimmtudagur 29/9
  • Mánudagur 3/10

Hlökkum til að sjá ykkur!

en_GBEnglish