Hugleiðslur

Slökunaræfingar, öndunaræfingar og ímyndunarhugleiðslur

Hugleiðslur, slökunaræfingar og öndunaræfingar geta minnkað spennu og streitu í líkama og huga. Þær hjálpa þér að finna kyrrð í amstri dagsins, horfa inn á við og tengjast barninu þínu. Þessar æfingar eru hugsaðar til notkunar alla meðgönguna og sumar eru frábærar að nota í fæðingunni.

  • Þegar þú ætlar að gera hugleiðslu komdu þér þá fyrir í mjög þægilegri stellingu áður en þú byrjar, liggjandi á bakinu eða á hliðinni, í rúmi eða á yogadýnu á gólfinu, þú getur einnig verið sitjandi ef það hentar þér betur.
  • Það getur verið gott að breiða yfir sig teppi og setja jafnvel augnpúða yfir augun
  • Ef mögulegt er, passaðu að þú fáir algjöran frið, lokaðu að þér og slökktu á símanum. Það getur líka verið góð æfing að gera slökunaræfingar þar sem erill er í kringum þig, það æfir þig í að slaka á í aðstæðum þar sem áreiti er til staðar, eins og til dæmis í fæðingu þar sem hver hríðin kemur á eftir annarri.
0:00 / 0:00
Spenna og slökun
0:00 / 0:00
Hvítt ljós
0:00 / 0:00
Líkaminn skannaður
0:00 / 0:00
Haföndun
0:00 / 0:00
Gulllitað ljós
0:00 / 0:00
Fossinn
0:00 / 0:00
Flæði tilfinninga
0:00 / 0:00
Ferðalag
0:00 / 0:00
Óskatré
0:00 / 0:00
Öldur
0:00 / 0:00
Hlýr staður

Jákvæðar staðhæfingar

Máttur hugans er magnaður. Uppbyggileg innri orðræða getur gert kraftaverk og er mjög árangursrík leið til að takast á við erfiðleika og áskoranir.

Að nota jákvæðar staðhæfingar til að undirbúa sig fyrir fæðingu og í fæðingu getur verið mjög hjálplegt og með því að endurtaka í huga þér jákvæðar staðhæfingar getur þú haft áhrif á líðan þína og hugsanir.

Við getum líka kallað þetta möntru. Mantra er sanskrít og mætti þýða yfir á íslensku sem “verkfæri hugans”

Þegar þú segir sjáfri þér sama hlutinn aftur og aftur, þá síast hann inn og verður partur af þér.

Finndu þín orð, sem þér finnst passa fyrir þig, sem hjálpa þér, það getur verið eitt í dag og annað á morgun.

Það getur verið mjög gagnlegt í aðdraganda fæðingar og í fæðingunni sjálfri að einbeita sér að jákvæðum staðhæfingum / möntrum og leiða sjálfa þig þannig í átt að betri fæðingu.

Hér eru nokkar hugmyndir:

  • Ég er sterkari en ég held
  • Ég hef það sem ég þarf til að komast í gegnum þetta
  • Ég er sterk
  • Ég elska mig og virði eins og ég er
  • Ég er kraftmikil
  • Ég er hugrökk
  • Ég leyfi líkama mínum að opnast og fæða barnið mitt í heiminn
  • Ég get fætt
  • Ég treysti líkama mínum
  • Ég hlusta á líkama minn
  • Ég treysti því að líkami minn og barnið mitt viti hvað á að gera
  • Hugur minn er kyrr og líkaminn slakur
  • Ég er sjálfsörugg
  • Ég er örugg
  • Ég opnast, ég fæði
  • Líkami minn er mjúkur og opinn, ég er slök
  • Ég anda inn ró, ég anda út streitu
  • Í dag er góður dagur, í dag get ég fætt
  • Ég er umvafin ást og umhyggju
  • Barnið mitt er að koma
  • Ég bý yfir styrk formæðra minna
  • Allt sem ég þarf er innra með mér
  • Ég treysti visku líkama míns
  • Anda, anda, anda
  • Slaka, slaka, slaka
  • (Innöndun) Ég treysti líkama mínum, (Útöndun) Ég treysti barninu mínu
  • Ég hleypi barninu mínu niður
  • Ég sleppi streitu og hræðslu, ég tek á móti ró og öryggi
  • Ég ræð því hvernig ég hugsa, hvernig ég haga mér og hvernig mér líður
  • Ég ræð við að líða óþægilega
en_GBEnglish