
Skráning á meðgöngujóganámskeið
Skráning á meðgöngujóganámskeiðin hefst um tveimur vikum áður en námskeiðin hefjast. Við seljum þessa dásamlegu augnhvílur sem er er svo gott að nota í slökun
Yogaljós kennir í björtum fallegum sal í Fæðingarheimili Reykjavíkur, umhverfið er notalegt og hlýlegt, við bjóðum allar konur velkomnar í jóga, það er ekki skilyrði að vera í annari þjónustu hjá Fæðingarheimilinu.
Við leggjum áherslu á að flétta inn í jógatímana fræðslu um vellíðan á meðgöngu og í fæðingu. Halla sem er stofnandi Yogaljós er ljósmóðir og jógakennari með víðtæka starfseynslu sem hún nýtir sér til að fræða konur og styðja í átt að betri fæðingu. Í vinnu sinni sem ljósmóðir hefur hún öðlast þá trú að jóga á meðgöngu sé besta leiðin til að undirbúa sig fyrir og takast á við fæðingu.
Komdu og vertu með!
Skráning á meðgöngujóganámskeiðin hefst um tveimur vikum áður en námskeiðin hefjast. Við seljum þessa dásamlegu augnhvílur sem er er svo gott að nota í slökun
Ég gekk með mitt þriðja barn, hinar tvær fæðingarnar mínar höfðu gengið vel og upplifunin verið góð. Á þessum tíma bjuggum við í Bandaríkjunum og
Arnarhendur losa um spennu í efra baki og öxlum.
Opnun og spennulosun fyrir allt bakið og axlir
Opnar pláss í brjóstkassanum og örvar meltinguna
Frábært að gera ef maður er með bjúg á fótum og/eða úlnliðum
Mýkir mjaðmir og hvetur barnið í rétta stöðu í grindinni fyrir fæðingu
Fæðingarheimili Reykjavíkur býður upp á samfellda og einstaklingsmiðaða þjónustu. Þar starfar teymi ljósmæðra og annarra fagaðila sem hafa sett sér það markmið að veita góða fræðslu og faglega þjónustu á þínum forsendum. Í boði eru fjölbreytt námskeið, barneignarþjónusta og fleira sem er sniðið að þínum þörfum og til þess fallið að auka heilsu þína og líðan.
2022 All Rights Reserved | Yogaljos Website Designed by Roux Design Company