Hugleiðslur, slökunaræfingar og öndunaræfingar geta minnkað spennu og streitu í líkama og huga. Þær hjálpa þér að finna kyrrð í amstri dagsins, horfa inn á við og tengjast barninu þínu. Þessar æfingar eru hugsaðar til notkunar alla meðgönguna og sumar eru frábærar að nota í fæðingunni.
Máttur hugans er magnaður. Uppbyggileg innri orðræða getur gert kraftaverk og er mjög árangursrík leið til að takast á við erfiðleika og áskoranir.
Að nota jákvæðar staðhæfingar til að undirbúa sig fyrir fæðingu og í fæðingu getur verið mjög hjálplegt og með því að endurtaka í huga þér jákvæðar staðhæfingar getur þú haft áhrif á líðan þína og hugsanir.
Við getum líka kallað þetta möntru. Mantra er sanskrít og mætti þýða yfir á íslensku sem “verkfæri hugans”
Þegar þú segir sjáfri þér sama hlutinn aftur og aftur, þá síast hann inn og verður partur af þér.
Finndu þín orð, sem þér finnst passa fyrir þig, sem hjálpa þér, það getur verið eitt í dag og annað á morgun.
Það getur verið mjög gagnlegt í aðdraganda fæðingar og í fæðingunni sjálfri að einbeita sér að jákvæðum staðhæfingum / möntrum og leiða sjálfa þig þannig í átt að betri fæðingu.
Hér eru nokkar hugmyndir:
2022 All Rights Reserved | Yogaljos Website Designed by Roux Design Company