Kósý aðventumeðgöngujóga og Fæðingarsöguhringur

Nú fer að líða að jólum og þann 25.nóvember hefst síðasta námskeiðið fyrir jól, við tökum svo smá jólafrí og byrjum aftur eftir áramót.

Þann 10.des verður Nadía með Fæðingarsöguhring fyrir allar verðandi og núverandi mæður, komdu og eigðu notalega stund á aðventunni í nærandi umhverfi, í faðmi kvenna og mæðra til að deila og hlusta á fæðingarsögur, eða bara til að hlusta. Þessi hringur er rými fyrri mæður til að deila sögunum sínum, en allar konur, mæður og verðandi mæður, eru velkomnar. Allar fæðingarsögur eru velkomnar. Erfiðar sögur, fallegar sögur og allt þar á milli. Það getur verið ótrúlega heilandi að deila sögu sinni í öruggu rými. Við munum hafa 2 tíma til að deila og hlusta og vil ég taka fram að stundum ná ekki allar sem vilja að deila sögunni sinni. Ég reyni að hafa tímamörk á hverja sögu þannig að allar sem vilja deila fái tækifæri til þess. Það verða fleiri hringir á næstu mánuðum þannig það verða fleiri tækifæri til að deila. Svo má líka mæta bara til að hlusta, við lærum svo ótrúlega margt og fáum mikið út úr því að hlusta á hvor aðra. LÍFRÆNTCEREMONIAL CACAO, TE & GÓÐGÆTI VERÐUR Á STAÐNUM

Skráning fer fram hér á skráningarsíðunni

en_GBEnglish